SkjáFundakerfi
Vísar fundargestum veginn
Skjánetið býr yfir mjög fullkomnum hugbúnaði fyrir skjáfundakerfi.
Skjáfundakerfi getur verið af mörgum stærðum og gerðum allt frá einum skjá í anddyri húss sem upplýsir fundargesti um fundartíma og hvar í húsinu fundur fer fram og upp í
stórt hótelkerfi með mörgum fundarsölum þar sem annars vegar eru stórir skjáir sem gefa heildaryfirlit yfir fundi hússins og hins vegar litlir skjár við hvern fundarsal sem segir til
um hvað þar fer fram. Grafískt útlit skjáa er sérhannað fyrir hvert fyrirtæki.
- Háskerpu myndgæði.
- Notandavænt viðmót fyrir innskrift viðburða (notkun lærist á 5 mínútum).
- Fjöldi stórra yfirlitsskjáa ótakmarkaður.
- Fjöldi lítilla skjáa við sali ótakmarkaður.
- Stærð skjáa frá 7" til 70".
- Fjöldi skráðra viðburða er ótakmarkaður.
- Birting viðburðar eru dag- og tímasett, þ.e. hvenær birting hefst og hvenær hún fer út aftur, á sjálfvirkan hátt.
- Fundarkerfið nýtist einnig sem umsjónarkerfi fyrir fundarsali, sýnir heildarnotkun salanna og passar upp á að ekki sé tvíbókað á sal.
- Logo eða mynd er hægt að færa inn með skráningu.
- Pílur eða lyftumyndir birtast á sjálfvirkan hátt og vísa leiðina.
- Stórir tvískiptanlegir salir með tvo innganga geta á sjálfvirkan hátt sýnt mismunandi upplýsingar á sitt hvorum skjánum ef salnum er skipt, eða sýnt sömu upplýsingar á báðum skjám.
- Hægt er að hafa skjáfundarkerfið tengt Google Calander hugbúnaðinum, þannig að skjáfundarkerfið les upplýsingar um fundi frá Google Calander og birtir á skjá.