SkjáNet

Skjámynd er leiðandi í upplýsingarskjáum fyrir fyritæki og stofnanir.

Upplýsingakerfi

Upplýsingaskjákerfi fyrir fyrirtæki

SkjáNet er nýr miðill sem gerir öllum fyrirtækjum auðvelt að setja upp upplýsingaskjá/i og halda efni þeirra uppfærðu. Skjánet er í skýinu, það byggir á miðlægum netþjón sem geymir efni allra skjáa sem tengjast kerfinu. Upplýsingaskjáirnir tengjast skýinu um Internetið og skjáeigandi hefur aðgang að sínum skjá frá hvaða tölvu sem er um Internetið, með því að þekkja nafn og leyninúmer á viðkomandi skjá.

Meira»

SkjáFundakerfi

Vísar fundargestum veginn

Skjánetið býr yfir mjög fullkomnum hugbúnaði fyrir skjáfundakerfi. Skjáfundakerfi getur verið af mörgum stærðum og gerðum allt frá einum skjá í anddyri húss sem upplýsir fundargesti um fundartíma og hvar í húsinu fundur fer fram og upp í stórt hótelkerfi með mörgum fundarsölum þar sem annars vegar eru stórir skjáir sem gefa heildaryfirlit yfir fundi hússins og hins vegar litlir skjár við hvern fundarsal sem segir til um hvað þar fer fram. Grafískt útlit skjáa er sérhannað fyrir hvert fyrirtæki.

Meira»

Auðvelt og ódýrt

Hvað kostar að tengjast SkjáNetinu?

Skjánetið er byggt upp á áratuga reynslu á þessu sviði. Skjámynd ehf á og rekur SkjáNetið. Allt viðmót notandans við kerfið, þ.e. innskriftarhugbúnaður og fundarkerfi er íslenskur hugbúnaður. Fyrirtæki sem vill nýta sér þjónustu Skjánetsins þarf að koma sér upp skjá og tölvu. Ef þessi búnaður er ekki fyrir hendi í fyrirtækinu þá bjóðum við allt sem til þarf á hagstæðum verðum. Hugbúnaður kerfisins er síðan leigður hjá SkjáNet á mánaðarlegu leigugjaldi. Eftir að kerfið er komið í rekstur sér eigandi skjásins um að uppfæra allt efni, bæði texta og myndir með innskriftarhugbúnaðinum sem er það notendavænn og það tekur einungis nokkrar mínútur að læra á hann.

Meira»