SkjáNet
Upplýsingaskjákerfi fyrir fyrirtæki
SkjáNet er nýr miðill sem gerir öllum fyrirtækjum auðvelt að setja upp upplýsingaskjá/i og halda efni þeirra uppfærðu.
Skjánet er í skýinu, það byggir á miðlægum netþjón sem geymir efni allra skjáa sem tengjast kerfinu.
Upplýsingaskjáirnir tengjast skýinu um Internetið og skjáeigandi hefur aðgang að sínum skjá frá hvaða tölvu sem er um Internetið, með því að þekkja nafn og leyninúmer á viðkomandi skjá.
- Til að tengjast Skjánetinu þarf viðkomandi að eiga skjá og tölvu sen tengist Internetinu.
- Skjárinn getur verið af hvaða stærð sem er.
- Háskerpu myndgæði.
- Fjöldi skjáa er ótakmarkaður.
- Skjárinn getur verið staðsettur hvar á landinu sem er.
- Hægt er að láta marga skjái sýna sama efnið samtímis eða að láta hvern skjá sýna mismunandi efni.
- Eigandi skjás getur uppfært efni hans hvenær sem er frá hvaða tölvu sem er og jafnvel með spjaldtölvu eða með snjallsímanum sínum.
- Notandavænt viðmót fyrir innskrift viðburða (notkun lærist á 5 mínútum).
- Hægt er að setja inn texta, myndir og video.
- Efni er hægt að tímasetja þannig að það birtist á sjálfvirkan hátt samkvæmt tímatöflu og fellur út þegar birtingartíminn er liðinn.
- Skjáirnir geta sótt efni frá Internetinu á sjálfvirkan hátt, svo sem veðurfregnir, fréttir, upplýsingar um færð, komur og brottfarir flugvéla o.fl.
- Hægt er að láta skjáinn sýna upplýsingar frá samfélagsmiðlunum svo sem frá Facbook, Twitter, Google Calander, Immersat o.fl.